Um Kúnígúnd | kunigund.is | kunigund.is

Um okkur

Verslunin Kúnígúnd ehf. var stofnuð árið 1982 og var fyrst um sinn til húsa í Hafnarstræti 9.  Árið 1985 fluttist svo verslunin á Skólavörðustíginn, óx þar og dafnaði til ársins 2002 en þá fluttist hún á Laugaveg 53b. Árið 2008 opnaði Kúnígúnd aðra verslun í Kringlunni sem haustið 2017 var flutt í stærra rými innan Kringlunnar þar sem opnuð var glæsileg verslun og vöruúrvalið þrefaldað. Haustið 2016 opnaði Kúnígúnd á Glerártorgi, Akureyri og er því aðgengileg íbúum á norðurlandi.  Í versluninni í  Kringlunni og á kunigund.is má finna allt okkar vöruúrval, en á Glerártorgi er úrvalið heldur minna en ávallt reynt að hafa allar vinsælustu vörurnar á hverjum tíma á Glerártorgi.

Vöruúrval hefur mikið breyst frá upphafi, frá svörtum pottum og íslenskum leir sem verslunin var þekktust fyrir þar til nú, að úrvali þekktustu framleiðanda Evrópu sem setja svip sinn á verslunina.
Meðal framleiðanda sem Kúnígúnd leggur áherslu á eru Georg Jensen, Royal Copenhagen, Kosta Boda, Holmegaard, WMF, LeCreuset, Wusthof, Rosendahl og Villeroy & Boch. 

Frá upphafi hefur góð þjónusta, gott vöruúrval og fallegur frágangur til viðskiptavina verið aðalsmerki verslunarinnar. Við dreifum einnig vörum okkar til valdra verslana um land allt.

Sérstök fyrirtækjaþjónusta er einnig í boði, þar sem aðstoðað er að við að finna gjafavörur fyrir fyrirtæki sem vilja gleðja starfsfólk sitt og viðskiptavini, allt innpakkað og tilbúið til afhendingar eftir óskum.

Kúnígund ehf
Kt. 5103962359
Vsk. 67646