Skilmálar

Við hjá Kúnígúnd leggjum mikla áherslu á góða þjónustu og ánægju viðskiptavina. Til þess höfum við að leiðarljósi lög um réttindi, persónuvernd og rafræn viðskipti, sem eru til þess fallin að tryggja rétt neytenda, sem og seljanda (lög nr.77/2000, nr.30/2002 og nr.48/2003).

Skilmálann samþykkir kaupandi með staðfestingu á kaupum.

 

     1. Sending og kostnaður

Hægt er að sækja vörurnar í verslun okkar á Laugavegi 53 og í Kringlunni.  Ef það er ekki gert eru þær sendar í pósti með tilheyrandi sendingarkostnaði sem greiðist af kaupanda við afhendingu vöru.

Allar vörur eru sendar innan 2ja virkra daga frá kaupum. Þó getur komið fyrir að vörur séu tímabundið uppseldar og munum við þá strax hafa samband í síma eða með tölvupósti. Vörur sem eru uppseldar í lengri tíma eru annaðhvort merktar sem uppseldar eða fjarlægðar úr vefverslun.

Allar sendingar eru sendar með  Póstinum, og gildir gjaldskrá, sem og afhendingar- og flutningsskilmálar Póstsins um allar sendingar. Kúnígúnd ber enga ábyrgð á tjóni eða töfum í sendingu.  Í undantekningartilfellum er hægt að biðja um að sendingar fari á vöruflutningamiðstöðvar staðsettar í Reykjavík.

 

     2. Vöruskil

Vöru má skila innan 14 daga, með framvísun kvittunar, gegn fullri endurgreiðslu.

Allir fylgihlutir þurfa að fylgja með vöru þegar vöru er skilað. Skilavara skal vera söluhæf, ónotuð og í upprunalegum umbúðum.

Kaupandi greiðir sendingarkostnað fyrir vörur sem á að skila.

 

     3. Ábyrgð

Mismunandi framleiðendur bjóða mismunandi ábyrgð, en ábyrgðarskilmálar eru að öðru leyti samkvæmt neytendalögum.