Brúðkaupum fylgir mikill undirbúningur og því er það ákaflega þægilegt fyrir verðandi brúðhjón að geta komið í verslanir Kúnígúnd eða skoðað allt úrvalið hér á síðunni með góðum fyrirvara og sjá hvað stendur þeim til boða og gera sér grein fyrir hvað nýtt kæmi sér vel og hvað mætti betur fara til endurnýjunar á heimilinu.

Eins hefur það sýnt sig að tilvonandi veislugestum þykir gott að fá ábendingar og hugmyndir um hvað kæmi sér best fyrir viðkomandi brúðhjón. Við sjáum svo um, að það sem beðið er um komist á framfæri til þeirra sem spyrja um lista viðkomandi brúðhjóna og að ekki sé um endurtekningu á sömu vörum að ræða.

Verðandi brúðhjónum stendur til boða að koma í verslanir okkar og setja saman lista eða stofna og setja saman sinn eigin lista hér á kunigund.is.

 

Skref sem þarf að fylgja við stofnun brúðargjafalista á kunigund.is: 

1. Innskráning hér

2. Velja vörur á listann með því að smella á vöruna, síðan á hjartað við vöruna sem óskað er eftir og magn ef við á.

3. Velja gjafalistann á þínu svæði og skrá upplýsingar um brúðhjón

4. Deila lista meðal tilvonandi brúðkaupsgesta

 

Við pökkum vörunum inn í fallegar umbúðir og erum með kort til sölu til að auðvelda gestum.

Allar vörur eru merktar Kúnígúnd þannig að auðvelt er að skipta og breyta eftirá ef að þörf krefur.

 

Brúðhjón sem stofna brúðargjafalista hjá Kúnígúnd fá gjafabréf að andvirði 15% af því sem verslað er fyrir á listanum. * 

* Úttekt af brúðargjafalista þarf að vera að lágmarki 10 þúsund krónur.