Iittala Kertastjaki Raami salmon pin k 9 cm

IIT-5111026954

Iittala
Raami línan er hönnuð af Jasper Morrison. Morrison er enskur vöru- og húsgagnahönnuður sem hefur unnið fyrir fjölmörg heimsþekkt vörumerki eins og Vitra, Alessi, Rosenthal, Muji og Flos.

Línan, sem ber heitið Raami, er einföld og falleg borðbúnaðarlína sem hentar vel þegar skapa á gott andrúmsloft. Önnum kafnir einstaklingar kunna flestir vel að meta frjálslegt andrúmsloft og afslappaðar samkomur í stað formlegra matarboða. Þeir
kunna að meta fjölnota borðbúnað sem hjálpar til við að skapa góða stemningu hvort sem er við morgun-, hádegis- eða kvöldverðinn. Finnska orðið Raami merkir rammi eða umgerð, en segja má að vörulínan rammi inn stemninguna við matarborðið. Raami
borðbúnaðurinn er lágstemmdur og tekur ekki athyglina heldur skilur eftir rými fyrir stemninguna, matinn, drykkina og ímyndunaraflið.

Vörulínan inniheldur diska, skálar, framreiðslufat, eggjabikar, kaffibolla, teketil, trébretti, vatnsglös, karöflu, vínglös og kertastjaka.

Raami kertastjaki
Litur: Salmon Pink (Laxableikur)
Hæð: 7 cm
Breidd: 9 cm

Kertastjaki sem einnig er hægt að nota sem skál undir kaldar sósur eða sultu til dæmis.

Má ekki í uppþvottavél.